Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 242 svör fundust

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?

Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...

Nánar

Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?

Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...

Nánar

Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í apríl 2019?

Í aprílmánuði 2019 birtust 25 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um ketófæði en svör um skyr, frystingu vatns, neyðaráætlanir við hraunrennsli og v...

Nánar

Hvaða bjargfuglar aðrir en lundar verpa í holum?

Lundinn (Fratercula arctica) gerir sér djúpa holu í svörð til þess að verpa í, en einnig verpir hann undir steinum og í glufum. Fleiri fuglar beita svipuðum aðferðum við varp. Lundinn gerir sér holu til að verpa í á grösugum eyjum, höfðum og brekkum ofan við bjargbrúnir eða í urðum undir þeim. Stormsvala (Hy...

Nánar

Hvaða gróður kemur fyrst upp undan skriðjökli?

Hér á landi hefur gróðurframvinda í kjölfar þess að jöklar hopa verið lítið rannsökuð ólíkt því sem gert hefur verið víða erlendis. Að sögn Sigurðar H. Magnússonar gróðurvistfræðings hefur ekki farið fram nein heildstæð rannsókn á framvindu við jökuljaðra síðan Åke Person rannsakaði breytingar á jarðvegi og gróðri...

Nánar

Hversu gömul er Valagjá hjá Heklu?

Spurningin í heild sinni hljóðar svona: Góðan dag. Ég hef áhuga á að fá upplýsingar um aldur Valagjár norðan Heklu. Hef verið að reyna að "gúggla" Valagjá en lítið fundið. Afstæður aldur gæti hjálpað. Valagjá myndaðist við gos úr eldstöðvakerfi Heklu, líklega stuttu fyrir landnám. Breytingar urðu á vir...

Nánar

Hvað heitir forseti Hæstaréttar?

Athugsaemd: Þegar þetta svar var skrifað var Guðrún Erlendsdóttir forseti Hæstaréttar (2003). Núverandi forseti Hæstaréttar heitir hins vegar Gunnlaugur Claessen (2007). Á vefsetri réttarins er að finna ýmsar upplýsingar um núverandi og fyrrverandi hæstaréttardómara, sögu réttarins og dómskerfisins og fleira....

Nánar

Hvernig er dýralíf á Grænlandi?

Á Grænlandi er afar sérstætt og fjölbreytt dýralíf. Við fyrstu sýn virðast kannski grænlensku óbyggðirnar lífvana vegna þeirrar óblíðu veðráttu sem þar ríkir. En þannig er því ekki farið því að á Grænlandi lifa alls níu tegundir villtra landspendýra, það er að segja fleiri en á Íslandi til dæmis. Ástæða þess er að...

Nánar

Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu?

Orðið búsáhald hefur verið óvenju mikið á vörum manna undanfarið ár enda svokölluð búsáhaldabylting margumtalaður viðburður. Það er sett saman úr nafnorðinu bú ‛búskapur, heimili’ og áhald ‛tæki, verkfæri’, það er áhald til þess að nota á heimilinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr f...

Nánar

Er rangt að segja „við förum erlendis“?

Upprunlega spurningin hljóðaði svona: Er að velta fyrir mér notkun á orðinu "erlendis" Það var pistill á Rás 1 fyrir nokkru þar sem farið var yfir notkun á þessu orði. Þar var talið rangt að segja, "við förum erlendis", það ætti að segja til útlanda eða utan. Hvað er rétt í þessu máli, þessu hefur nefnilega ...

Nánar

Gat fólk skilið í gamla daga?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefði ekki verið hægt fyrir Bjarna og Steinunni á Sjöundá að fara fram á skilnað við maka sína í stað þess að myrða þá? Svo að byrjað sé á byrjuninni eru ótraustar og mótsagnakenndar heimildir um hjónaskilnaðarrétt Íslendinga í heiðni. Í Brennu-Njáls sögu segir frá Þráni Sig...

Nánar

Hvað merkir „nema skör höggvist“ í kvæði Gríms loðinkinna?

Í Gríms sögu loðinkinna segir frá því að Grímur gekk að eiga konu sem hét Lofthæna. Þau eignuðust dóttur sem Brynhildur hét. Hún óx upp í Hrafnistu og var hin fegursta mær. Unni Grímur henni mikið. En er hún var tólf ára gömul, bað hennar sá maður, er Sörkvir hét og var Svaðason. Hún vildi ekki eiga hann og fyrir ...

Nánar

Fleiri niðurstöður